Tuesday, August 14, 2007
Loksins eitthvað íslenskt.
(Dorte's danske blog er nedenfor)
Já ég ákvað að skrifa eitthvað á íslensku um ferðina um Kaliforníu, enda skilja ekki allir dönsku. Við vorum sem sagt á 10 daga ferðalagi um mið og norður Kaliforníu og getum staðfest það að Kalifornía er mjög stór (5-6 sinnum stærra en frónið). Við keyrðum í meira en 2600km. Fyrst fórum við upp með ströndinni á Highway 1, stöldruðum síðan við á San Francisco svæðinu í þrjá daga þar sem við hittum vini og íslenska ættingja í Silicon Valley. Við keyrðum síðan upp til Mendocino sem er fallegur lítill gamall bær í norður Kaliforníu þar sem fullt af listamönnum og gömlum hippum búa. Eftir það keyrðum við í gegnum fræg vínhéruð hérna Alexander Valley, Russian River, Sonoma og Napa og smökkuðum vínið hjá nokkrum vínbændum. Að lokum keyrðum við upp í Sierra Nevada fjöllin, og sáum tvo fræga bandaríska þjóðgarða, Yosemite og Sequoia. Yosemite er mjög fallegt svæði með stórbrotna jökulskorna dali og hæstu fossa í norður Ameríku (sem voru því miður flestir þurrir núna vegna metþurrka hérna í sumar). Sequoia er á hinn bóginn aðalega frægur fyrir Sequoia tréin, sem eru þau stærstu í heimi (allt að 12m í þvermál, 100 m há og 3700 ára gömul). Seinustu nóttina á ferðalaginu þá tjölduðum við á miklu bjarnasvæði í Sequioa þar sem okkur var sagt að þrír svartbirnir gengu um tjaldsvæðið að nóttu til í leit að æti. Við vorum auðvitað dauðhrædd, og ég svaf eiginlega ekkert, sérstaklega ekki eftir að ég heyrði einn þeirra þefa og leita að mat fyrir utan tjaldið okkar kl. 2 að nóttu til. Dorte svaf hins vegar eins og ekkert væri eðilegra.
Kveðja
Bjarni og Dorte
Dorte nýtur útsýnisins eftir svaka fjallgöngu 975 metra hækkun upp í 2200 metra hæð.
Kartöfluflögupokinn ekki alveg að meika þunna loftið.
Tjaldsvæðið með svartbjörnunum.
Gjörið svo vel, stærsta tré í heimi.
Dorte að labba í gegnum enn eitt risatréð í skóginum. (Það var lifandi.)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ja hérna ... bara farið í eina Sideways ferð :-)
Hilsen frá danaveldi
Gaman að heyra um ferðalagið á íslensku .... mér finnst þið vera dugleg að ferðast, hélt að þetta væri bara nám og aftur nám og aftur nám og ekkert break! Það er frábært að þið nýtið tímann vel þarna úti og sjáið sem mest.
Kveðja frá Fróninu.
Post a Comment